Þann 28. Nóvember síðastliðinn hélt utanríkisráðherra Póllands, Radek Sikorski, ræðu um framtíð Evrópusambandsins, í Berlín. Sikorski hóf ræðu sína á sögu um endalok Júgóslavíu, hvernig sögu Júgóslavíu lauk á sama tíma og Dinar-svæðisins, en Dinar var gjaldmiðill Júgóslavíu. Sikorski tengdi þetta síðan við þá krísu sem Evrópusambandið á í þessa dagana, en einnig fjallaði hann um Þýskaland og Pólland í ræðu sinni.

Sikorski lagði mikla áherslu á að Evrusvæðinu verði að bjarga og það hlutverk sem Þýskaland væri ábyrgt fyrir í þeim efnum. Eftirfarandi tilvitnun í Sikorski hefur vakið mikla athygli en í ræðu sinni sagði hann:
„Ég er sennilega fyrsti ráðherra í sögu Póllands til þess að segja þetta, en hér er það: Ég óttast vald Þýskalands minna en ég er farinn að óttast aðgerðaleysi Þýskalands. Þú ert orðin hin ómissandi þjóð Evrópu.“ Sikorsi krafðist þess síðan að Þýskaland, bæði fyrir eigin sakir og annarra, hjálpi evrusvæðinu að lifa af og þrífast, það væri þeirra ábyrgð.

Loks nefndi Sikorski að stutt er í að Pólland uppfylli skilyrðin fyrir því að taka upp evruna og því vilji hann sjá evrusvæðið blómstra þar sem Pólverjar hyggja á að verða þátttakendur í evrusvæðinu.

Hér er hægt að lesa ræðuna í heild sinni:

http://www.msz.gov.pl/files/docs/komunikaty/20111128BERLIN/radoslaw_sikorski_poland_and_the_future_of_the_eu.pdf