Pólverjum, sem hafa gegnt formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins frá því í júlí, var lofað í hástert af stjórnmálamönnum innan Evrópusambandsins í gær, þann 14. desember, fyrir afgreiðslu þeirra á sex mánaða formennsku þeirra á tíma þess sem talin er „mesta kreppa í sögu Evrópusambandsins“.

Martin Schultz, leiðtogi mið-hægri sósíalista og demókrata í Þýskalandi, og Evrópuþingmaður, sagði við Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands í Evrópuþinginu í Strasbourg í gær að „pólska formennskan væri án efa ein af bestu formennskunum sem við höfum haft.“ Schultz hrósaði Tusk og ráðuneyti hans fyrir mikla fagmennsku við meðhöndlun þeirra á evrukrísunni síðustu sex mánuði.

Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hrósaði Pólverjum einnig og sagði þá hafa „sýnt ótrúlega hæfni á erfiðustu tímum Evrópusamrunans frá upphafi“.

Formennska Pólverja rennur út í lok þessa árs og í janúar taka Danir við.

Nánar um málið hér: http://euobserver.com/18/114640