Í gær, þann 11. desember fagnaði Ráðherraráð ESB, á fundi sínum í Brussel, góðum árangri í aðildarviðræðunum við Ísland.

Í ályktun sem Ráðherraráðið sendi frá sér segir meðal annars að þennan góða árangur og hraða viðræðnanna megi rekja til þess hversu vel Ísland er í stakk búið að takast á við þær, sökum aðildar að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu, sem og góðri stjórnsýslu Íslendinga.

Þá segir Ráðherraráðið í ályktuninni að aðild Íslands að Evrópusambandinu sé báðum aðilum í hag og halda skuli viðræðunum áfram, í samræmi við viðræðuramma ESB.

Þá lýsir Ráðið ánægju sinni með þann bata sem íslenski efnahagurinn sé á, og segir að Ísland getur vel tekið á þeirri samkeppni og pressu sem er á innri markaðinum, svo lengi sem umbæturnar halda áfram.

Loks fagnar Ráðið þeirri starfsemi sem eflir hina upplýsandi umræðu á meðal almennings á Íslandi um viðræðuferlið og Evrópusamrunann.

Hér má lesa ályktunina í heild sinni: http://www.consilium.europa.eu/uedocs/cms_data/docs/pressdata/EN/genaff/134234.pdf