bgsBjörgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, skrifar grein í Fréttablaðið í dag, föstudaginn 22. mars 2013, um raunhæfa leið að upptöku evru.

Í greinni segir Björgvin:

„Upptaka evru í gegnum aðild að ESB er eini valkosturinn við verðlitla, verðtryggða krónu í höftum. Það hefur ítrekað verið staðfest. Það merkir hins vegar ekki að við þurfum að bíða í mörg ár frá aðild þar til við getum notið kosta myntbandalagsins.

Strax í upphafi aðildarferlisins munum við njóta ávinnings. Um leið og við tökum skýra ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild breytist staða okkar og staða krónunnar. Skyndilega munu erlendir krónueigendur vilja halda í krónurnar sínar, því þær munu í fyllingu tímans breytast í evrur. Sá mikli þrýstingur sem nú er á gengi krónunnar vegna vilja útlendinga til að skipta krónum fyrir gjaldeyri mun minnka og afnám hafta verða auðveldara.

Næsta skref verður svo að Ísland kemst inn í myntsamstarf aðildarríkjanna, ERM II. Um leið og það gerist mun krónan njóta stuðningsumgjarðar af hálfu Seðlabanka Evrópu og enn frekari ávinningur peningalegs stöðugleika koma í ljós. Verðbólgan verður þá minni og við getum hafist handa um að létta verðtryggingaroki húsnæðislánanna af landsmönnum.“

Greinina má lesa í heild sinni hér.