evropustofaRiikka-Maria Turkia, sérfræðingur í atvinnu- og efnahagsráðuneyti Finnlands, ræðir um  áhrif ESB aðildar á byggðamál í Finnlandi, framlög frá ESB til byggðamála og áhrifin sem Evrópusambandsaðildin hefur haft á uppbyggingu dreifbýlla svæða í Finnlandi á opnum fundi á Hótel KEA, Akureyri, á morgun, miðvikudaginn 10. apríl, kl. 12-13.30.

Fundurinn er sá síðasti í fundaröð sem Norræna upplýsingaskrifstofan, Norræna félagið og Evrópustofa hafa staðið fyrir undanfarnar vikur í samstarfi við sendiráð hinna norrænu landa þar sem fjallað er um mál sem hafa verið ofarlega á baugi í Evrópuumræðunni.

Riikka-Maria Turkia hefur starfað við byggðamál frá 2001, þar af í fjögur ár sem sérfræðingur hjá stækkunarsviði framkvæmdastjórnar ESB. Hún er menntuð í fjármálum fyrirtækja og hagfræði og mun m.a. í erindi sínu á miðvikudag fjalla almennt um um byggðastefnu ESB, áhrif hennar á dreifbýl svæði í Finnlandi, reynslu Finna af uppbyggingar- og byggðaþróunarsjóðum ESB og áhrif ESB aðildarinnar á bæi og sveitarfélög í Finnlandi.