Verður Ísland áfram í hlutverki ísbjarnarins sem dansar í reykpásum í evrópsku menningarveislunni?

Þetta er fyrirsögnin á erindi sem rithöfundurinn Sjón verður með á hádegisfundi Evrópuvaktar Samfylkingarinnar á Kaffi Sólon (efri hæðinni) klukkan 12.10, þriðjudaginn 15. nóvember.

Að lokinni framsögu mun Sjón taka þátt í umræðum um áhrif ESB-aðildar á menningar- og listalífið og þátttöku Íslands í menningarverkefnum í Evrópusamstarfi.

Fundarstjóri verður Jón Karl Helgason, bókmenntafræðingur.

Fundurinn er öllum opinn og verður hádegisverður til sölu á viðráðanlegu verði.