Utanríkisráðuneytið heldur úti vefsvæði þar sem hægt er að fylgjast með framvindu aðildarviðræðna Íslands við ESB. Þar kemur fram að rýnifundur um 6. kafla löggjafar ESB, sem fjallar um félagarétt hafi lokið í Brussel í gær.

Á fundinum báru sérfræðingar Íslands og ESB saman löggjöf í þessum samningskafla en í honum er að finna reglur annars vegar um félagarétt og hins vegar um reikningsskil fyrirtækja og endurskoðun. Þessi kafli er hluti af EES-samningnum og var á fudninum rætt um framkvæmd reglnanna hérlendis.

Hérna er hægt að nálgast fréttir af samningaviðræðunum.