cyprusSamningar hafa náðst meðal stjórnvalda á Kýpur, og Evrópusambandinu, Seðlabanka Evrópu og Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, um skilyrði neyðarláns til björgunar banka- og fjármálakerfis, en fresturinn sem Seðlabanki Evrópu veitti rann út í nótt.

Samkomulagið, sem náðist eftir 12 tíma samningaviðræður, felur í sér tíu milljarða evra neyðarlán til Kýpur frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Kýpversk stjórnvöld munu á móti þurfa að afla 5,8 milljarða evra sem þeim ber að leggja í púkkið.

Þá felur samkomulagið í sér að Laiki, næst stærsta banka Kýpur verður lokað og innistæður upp á hundrað þúsund evrur eða minna verða færðar inn á reikninga í Kýpurbanka, sem er stærsti banki landsins.

Innistæður yfir hundrað þúsund evrur, sem ekki eru tryggðar samkvæmt reglum Evrópusambandsins verða frystar, og drjúgur hluti fjárins gerður upptækur, þjóðnýttur, og notaður til að greiða skuldir bankanna, en með því er komið í veg fyrir að bankakerfi Kýpur fer á hausinn.

Nánar um málið hér.