Samkomulagið sem 26 af 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins gerðu sín á milli á nýafstaðinni ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins verður formlega frágengið í mars á næsta ári. Þetta kom fram í erindi Herman Van Rompuy, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, á Evrópuþinginu í Strassborg í morgun.

Samkomulagið sem öll aðildarríki ESB, nema Bretland, standa að felur í sér hertari reglur og meiri samræmingu í efnahagsmálum aðildarríkja, til þess að koma í veg fyrir að skuldavandinn á evrusvæðinu endurtaki sig. Þetta kemur meðal annars fram í fréttum Rúv.

Hér má lesa grein eftir Magnús Halldórsson, viðskiptafréttastjóra Vísis og Stöðvar 2, sem fjallar nánar um niðurstöður ríkjaráðstefnunnar: http://visir.is/island-og-esb/article/2011111219996

Hér má lesa grein eftir Ólafs Stephensen, ritstjóra Fréttablaðsins, sem einnig fjallar nánar um niðurstöður ríkjaráðstefnunnar: http://visir.is/samkomulag-um-hardari-aga/article/2011712129945