Í Fréttablaðinu í dag, 18. október, kemur fram að samningaviðræður Íslands og Evrópusambandsins halda áfram á ríkjaráðstefnu sambandsins sem hefst á morgun.

Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands, segir í Fréttablaðinu, að hann búist við því að tveir kaflar verði nú opnaðir og lokaðir, en það eru kafli tvö, um frjálsa för fólks milli landa, og kafli sjö, sem fjallar um hugverkarétt. Báðir þessir kaflar falla undir EES-samninginn.

Þá segir Stefán Haukur að á næstu ríkjaráðstefnu í desember veri fleiri kaflar opnaðir.

Nánar í Fréttablaðinu í dag.