Samningsafstaða Íslendinga í efnahags- peninga- og gjaldmiðilsmálum í aðildarviðræðum við Evrópusambandið hefur verið mótuð og verður samkvæmt heimildum okkar  kynnt Evrópusambandinu á næstu dögum.

Í framhaldi af því má gera ráð fyrir að samningsafstaðan verði birt opinberlega og verði aðgengileg almenningi hér á landi.

Afstaðan byggir á samþykkt sem gerð var á fundi samningahóps Íslendinga um gjaldmiðilsmál þann 13. júní síðastliðinn en formaður hópsins er Már Guðmundsson seðlabankastjóri.

Samkvæmt heimildum vefsíðunnar hefur verið fjallað um samningsafstöðuna í gjaldmiðilsmálum á fundi ríkisstjórnarinnar. Í þessari viku var verið að undirbúa framlagningu samningsafstöðunnar gagnvart Evrópusambandinu og má búast við að þeirri vinnu ljúki á næstu dögum.

 

 

-pg