AndresÞessa dagana velta margir vöngum yfir fyrirætlan stjórnvalda um að draga umsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka. Fólk spyr til hvers það sé gert og hvaða tilgangi það þjóni. Einn þeirra er Andrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna, en grein eftir hann birtist í dag í Fréttablaðinu (20.01.2015).

Andrés veltir fyrir sér áhrifum viðræðuslita á EES-samninginn, yfirstandi viðræður Norðmanna, Íslendinga og Liechtensteina við ESB í Þróunarsjóð EFTA. Hann bendir á að með því að slíta viðræðum sé Ísland að vekja samningsstöðu sína að óþörfu. Hann segir m.a:

„Strax árið 1994 þegar EES-samningurinn gekk í gildi þurftu EES-löndin, Noregur, Ísland og Liechtenstein, að greiða gjald í svokallaðan Þróunarsjóð EFTA. Sjóðurinn hefur verið notaður til að styrkja verkefni í fátækari ESB-löndunum. Á fimm ára fresti hefur síðan þurft að semja upp á nýtt og hafa þessar greiðslur farið stigvaxandi. Síðasta samkomulag rann út í apríl í fyrra og ekki hefur tekist að ná nýju samkomulagi því ESB hefur sífellt hækkað verðmiðann.“

Grein Andrésar í heild sinni á visir.is