Norska Já-hreyfingin heldur landsfund sinn laugardaginn 26. mars og sunnudaginn 27. mars næstkomandi undir yfirskriftinni „NEI við einangrun“. Á fundinum verður meðal annars lögð drög að baráttuáætlun hreyfingarinnar næstu tvö árin og kosin verður ný stjórn. 

Norska Já-hreyfingin heldur út öflugum upplýsingavef þar sem fræðast má um starfsemina og ýmsar hliðar Evrópusamstarfsins en þar er einnig að finna sérstakar upplýsingasíður um Ísland, þróun Evrópumála hér á landi og stöðu aðildarumsóknar okkar. Þess má geta að á vefnum thjod.is er meðal annars að finna stutt viðtal við Paal Frisvold, formann norsku Já-hreyfingarinnar, en hann hefur nokkrum sinnum heimsótt Ísland á síðustu árum..