Á leiðtogafundi Evrópusambandsins í Brussel í gær, þann 1. mars, var ákveðið að veita Serbíu formlega stöðu umsóknarríkis um aðild að Evrópusambandinu.

Er þetta talið stórt skref fyrir Serbíu, sem sótti um aðild að Evrópusambandinu í desember 2009.

Mögulegt er að opnað verði fyrir viðræður í desember á þessu ári og ef allt gengur vel getur Serbía mögulega orðið aðildarríki á næstu fimm til sex árum, en meðal hitamála er viðurkenning Serbíu á sjálfstæðu ríki Kosóvó.

Nánar um máið hér: http://euobserver.com/15/115466