Jón Karl Helgason, bókmenntafræðingur, veltir fyrir sér lýðræðinu og birtingarmyndum þess í tilefni af áskorun sem 100 stuðningsmenn VG birtu í dag.

Í Fréttablaðinu birtist heilsíðuauglýsing sem hefur að geyma áskorun til forystu Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs um „að beita sér gegn aðild að Evrópusambandinu og aðlögunarferli sem hefur slíka aðild að markmiði″ eins og það er orðað.

Auglýsingin verður að Jóni Karli að umfjöllunarefni á bloggi hans í dag. Þar segir hann m.a. af ískrandi kaldhæðni:

„Þá má ekki má gleyma öllum þeim þúsundum af ungmennum sem hafa verið að fara til lengri eða skemmri dvalar í Evrópusambandslöndum í gegnum ERASMUS námsmannaskiptin. Boðsferðirnar sem ungir Alþýðubandalagsmenn fóru í forðum tíð til Austur-Evrópu og Sovétríkjanna eru barnaleikur í samanburði. Sú staðreynd að meirihluti þjóðarinnar vill fá að sjá aðildarsamning sýnir hve ESB hefur orðið vel ágengt í lymskufullu áróðursstarfi sínu. Þjóðin er engan vegin fær um það lengur að ræða þetta mál á hlutlægan hátt, hvað þá að greiða um það atkvæði. Lýðræðinu er best borgið með því að koma í veg fyrir að lýðurinn fái að ráða.”

Sjá nánar á bloggi Jóns Karls.