Graham Avery, heiðursframkvæmdastjóri ESB, sagði í þættinum Silfur Egils að reglan um “hlutfallslegan stöðugleika” tryggði að aflaheimildum við Ísland yrði úthlutað til Íslendinga og annarra ekki.  Avery telur að núverandi sjávarútvegstefna sambandsins tryggi hagsmuni Íslands, en Íslendingar muni reyna að ná sem hagstæðustum samningi við Evrópusambandið í komandi samningaviðræðum. Hann er vongóður um að það finnist viðunandi lausn sem íslenska þjóðin geti sætt sig við. Endanlegt svar við spurningunni fáum við þó ekki fyrr en að samningurinn liggur fyrir.

Avery hefur gríðarlega reynslu af stækkunarmálum sambandsins og hefur tekið þátt í öllum stækunarviðræðum þess fram að þessu.