
Öllum ber saman um stoðkerfi atvinnulífsins er flókið og opinber áætlanagerð ekki nægilega samþætt þannig að væntur árangur náist.
Öll þessi vinna er okkur nauðsynleg og gagnleg hvort sem af aðild að ESB verður á endanum eða ekki.
Órökstuddar upphrópanir um notkun á orðinu „aðlögun“ breyta engu um efnislegar staðreyndir.
Samandregið:
Við þurfum sterkari stjórnsýslu, markvissari og einfaldari stofnanauppbyggingu og stoðkerfi fyrir opinbera áætlanagerð og stuðning við atvinnu- og svæðisþróun. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis, nauðsyn betri nýtingar opinbers fjár, ákall um eflda atvinnu- og svæðaþróun og aðildarviðræður við ESB eru bæði tilefni og tækifæri til að ráðast í þetta verk. Það er einfaldlega skynsamlegt og hagsýnt að vinna þetta samhliða aðildarviðræðum þegar stuðningur og ráðgjöf býðst enda skilar það betri og markvissari stjórnsýslu og stofnunum um leið og staða Íslands verður sterkari gagnvart ESB hvort sem við erum utan eða innan sambandsins. Markmiðið er það sama og með sjálfum aðildarsamningum: Tryggja íslenska hagsmuni gagnvart ESB.