Stjórn Eldingar, félags smábátaeigenda við Ísafjarðardjúp vill ganga í Evrópusambandið. Sigurður K. Hálfdánarson, formaður Eldingar, segist vonast eftir því að Evrópusambandið hafi betri skilning á málefnum landsbyggðarinnar en ríkisstjórn Íslands og Hafrannsóknarstofnun sem að hans sögn vinna gegn landsbyggðinni, og því sé hagi smábátaeigenda betur borgið inni í Evrópusambandinu.
Stjórn Eldingar mun leggja fram tilllögu um að gengið verði í Evrópusambandið á aðalfundi félagsins sem verður haldinn sunnudaginn 18. september.