noname (3)Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands stendur fyrir opnum hádegisfundi, föstudaginn 12. apríl, með Dr. Peadar Kirby, prófessor emeritus í alþjóðastjórnmálum og opinberri stjórnsýslu, og gestaprófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.

Farið yfir þróun mála á Írlandi undanfarið, en margir líta svo á að þar hafi gengið vel að leysa úr þeim vanda sem upp kom í kjölfar efnahagshremminga síðustu ára. Rætt verður hvernig vandinn var skilgreindur og hvaða leiðir voru valdar til að leysa hann. Skoðað verður að hvaða marki þessar leiðir hafa leyst úr þeirri stöðu sem upp kom í kjölfar krísunnar, með því að nota Írland sem dæmi. Í fyrirlestrinum verður einnig farið yfir fjármála- og bankakrísuna almennt, efnhagslægðina í víðari skilningi og félagslegar afleiðingar hennar. Að lokum verða niðurstöður tengdar Írlandi ræddar í samhengi við vandann á evrusvæðinu og á Íslandi.

Fundurinn fer fram í Öskju (Háskóla Íslands), stofu 132, og hefst klukkan 12.

Allir velkomnir.