Annika Björkdahl, dósent við Stjórnmálafræðideild háskólans í Lundi í Svíþjóð, heldur á morgun, föstudaginn 9. mars, erindi um möguleika smáríkja innan Evrópusambandsins til að hafa frumkvæði að og rík áhrif á stefnumótun sambandsins innan tiltekinna málaflokka.

Björkdahl fjallar meðal annars um þær aðferðir sem Svíþjóð hefur beitt til að hafa áhrif á stefnumótun ESB hvað varðar aðgerðir til að fyrirbyggja átök (e. conflict prevention), þar á meðal við mótun samningsramma, samningaviðræður og myndun bandalaga.

Funurinn er haldinn af Alþjóðamálstofnun HÍ og fer fram í Lögbergi, stofu 101, milli klukkan 12 og 13 á morgun, föstudag.