Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra birti hressilega grein í Bændablaðinu fyrir fáum dögum þar sem hann ræðir um þau tækifæri sem aðild að Evrópusambandinu getur fært íslensku bændastéttinni.

„Ég hef sjálfstraust fyrir hönd íslensks landbúnaðar,“ segir Össur meðal annars. „Ég tel líka að aðild gæti skapað möguleika til að nýta sérstöðu hans og hasla íslenskum afurðum völl á evrópskum mörkuðum. … Útsjónarsamir framleiðendur munu geta náð góðum árangri, og í þessu liggja ekki síst tækifæri fyrir unga bændur framtíðarinnar. Þau verða þó aldrei nýtt ef við trúum ekki á eigin styrk.“