happydaneSkemmtilegt að segja frá því að Danir eru afar ánægðir með dvöl sína í ESB en 76% þeirra telja hag Dana vera betra vegna aðildar samkvæmt nýrri könnun Eurobarometer.  Ríflega helmingur aðspurðra Svía og Finna eru sama sinnis.  Við Íslendingar erum ekki sannfærð um að þetta sama muni gilda um okkur ef við göngum inn en 29% telja það muni bæta hag Íslands að ganga inn í ESB – ekki 19% eins og Evrópuvaktin fer ranglega með.  Það leiðréttist hér með.

Enn vitum við ekki hvað í samningnum muni standa – og því er 29% stuðningur ágæt byrjun.  Ánægja hinna Norðurlandaþjóðanna sem nú eru í ESB er ekki að ástæðulausu, en sem dæmi búa þessar þjóðir t.d. við fremur stöðugan efnahag, lága verðbólgu, stöðugan gjaldmiðil og  – enga verðtryggingu!   Ekki furða að menn kætist yfir því.

Hér eru nokkrar góðar greinar sem fjalla um ágæti ESB aðildar fyrir Ísland.