,,Besta leiðin til að sameina þjóð í ótta er að telja henni trú um að það sé til einhver sameiginlegur óvinur – jafnvel þegar slíkt sé uppspuni“.  Þetta hafa margir stjórnmálamenn reynt og því miður hefur sagan kennt okkur að sumum hefur tekist það með góðum árangri.  Þessir stjórnmálamenn  hafa tekið kenningar Leo Strauss sér til fyrirmyndar og nú ætla sumir andstæðingar aðildar Íslands að ESB hér á landi ætla að gera slíkt hið saman. Nú skal breyta ESB í eina allsherjar grýlu sem situr um litla Ísland.

Dæmi um slíkt er Ögmundur Jónasson þingmaður sem virðist enn sannfærður um að Lebensraum eða lífsrými sem hann kaus að nota til að lýsa Evrópusambandinu sé ekki vísan í nasisma Hitlers. (sama ESB og var stofnað einmitt til að tryggja frið í álfunni eftir seinna stríð og hefur tekist).  Hann kvartar sáran yfir því að fjöldi manns þar á meðal prófessor í stjórnmálafræði hefur gagnrýnt hann harðlega fyrir þessa tilraun sína í Morgunblaðinu til að afvegaleiða umræðuna um ESB.   Við hjá staðreyndavaktinni erum farin að efast um að sjálfur Ögmundur viti hvað lebensraum þýðir í raun og veru og viljum endilega rétta honum hjálparhönd.  Hér er góð útskýring á merkingu orðsins http://en.wikipedia.org/wiki/Lebensraum

Góðmennska staðreyndavaktarinnar er óþrjótandi og við munum næstu daga, vikur og mánuði rétta öllum þeim hjálparhönd sem þurfa á aðstoð að halda við að fóta sig á hálu svelli staðreyndanna.