crop_260xHjálparsveitarmeðlimur úr staðreyndavaktinni var heldur betur brugðið í gær þegar hann sá að djúphyggnir Evrópuandstæðingar höfðu keypt undir sig heilt flettiskilti til að koma flóknum skilaboðum sínum til almennings.  En reiknilist andstæðinga er ekki upp á marga fiska eins og skiltið gefur glögglega til kynna – kannski ekki furða því í áratugi hefur PISA könnunin alþjóðlega sýnt að börn á Íslandi eru öllu lakari í reikningi en börn í flestum vinaþjóðum okkar í Evrópusambandslöndunum.

En lítum nú á dæmið.

Samkvæmt andstæðingum er Ísland + Evrópusambandið = Nei, takk.

Sem má jafnframt lesa sem 1 + 27 = 0

Þetta er auðvitað ekki rétt því 1+27 gera samasem 28.

Með fullri inngöngu í ESB þá fellur verðtryggingin niður – hún kostaði meðal Jón og Gunnu hundruði þúsunda og suma milljónir aukalega ofan á afborganir af almennum lánum síðustu áratugina.

Með fullri inngöngu í ESB mun matvælaverð lækka – sem nú er einn stærsti kostnaðaliður í heimilisbókhaldinu.

Með fullri aðild að ESB fáum við stöðugleika í okkar efnahag.

Með fullri aðild að ESB getum við tekið lán á lægri vöxtum en okkur hefur boðist síðustu árin.

Með fullri aðild getum við loksins farið að nota gjaldmiðil sem er stöðugur.

Með fullri aðild hætta fyrirtæki í viðskiptum erlendis að lenda í gjaldþroti vegna þess að krónan féll eða styrktist óvænt.

…  o.s.f.v.

Já, milljón, billjónir í ábata með inngöngu í ESB, en auðvitað reiknað í evrum.

Ísland + Evrópusambandið = Betri kjör almennings

Ísland – Evrópusambandið = Gjaldeyrishöft, óstöðug og veik króna, áframhaldandi óvissa í efnahagsmálu, óstöðugleiki, varnaleysi, EES samningurinn í uppnámi…

Rétt skal því vera rétt:

jatakk