Mánudaginn 27. ágúst stendur Já Ísland fyrir súpufundi í hádeginu með Árna Páli.

Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar og varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, heldur stutt erindi og svarar spurningum um stöðu ESB aðildarumsóknarinnar í íslenskum stjórnmálum í dag.

Fundurinn, sem er opinn öllum félagsmönnum Já Ísland, verður haldinn í Skipholti 50a og hefst klukkan 12.00. Boðið verður upp á súpu.