Í dag, föstudaginn 14. október, birtist grein í Morgunblaðinu eftir Stefan Füle, framkvæmdastjóra stækkunar- og nágrannastefnu Evrópusambandsins. Í greininni kemur meðal annars fram að möguleg aðild Íslands að Evrópusambandinu geti reynst aukinn hvati fyrir íslenska hagkerfið.

Þá segir Füle að nú sé að hefjast krefjandi hluti aðildarviðræðanna þar sem meðal annars verða rædd landbúnaðarmál, fiskveiðar, umhverfismál og matvælaöryggi, en þetta eru viðkvæm mál fyrir báða aðila. Füle segist þó vera fullviss um að Evrópusambandið geti tekið tillit til sérstöðu Íslands og væntinga innan ramma samningaviðræðnanna. Þannig skapast lausnir sen gagnast báðum aðilum og eru öllum til hagsbóta.