Á morgun, föstudaginn 27. apríl, fer fram síðasti fundur Evrópufundarraðar Alþjóðamálastofnunar.

Á fundinum fjallar Göran von Sydow, fræðimaður við Evrópufræðasetur Svíþjóðar, um álit almennings á Evrópusambandinu innan aðildarríkja þess.

„Framan af var litið á Evrópusamrunan sem samstarf milli ríkja og almenningur treysti sínum valdamönnum til að sinna því sem þyrfti í Brussel. Þetta hefur breyst og segja má að afstaða almennings í aðildarríkjunum til ESB er almennt neikvæðari. Þá hafa nýjar stjórnmálahreyfingar í auknum mæli reynt að draga Evrópusamrunann inn í átök stjórnmálanna í seinni tíð. Sydowr ræðir meðal annars um þá kosti og þær áhættur sem þessi stjórnmálavæðing Evrópusamrunans getur haft í för með sér, og við hvaða kringumstæður hún birtist helst.“

Fundurinn fer fram í Lögbergi, stofu 101, milli klukkan 12 og 13.

Allir velkomnir.