Dómstóll Evrópusambandsins  komst að þeirri niðurstöðu að útsendingar frá leikjum í heimsmeistara- og Evrópukeppnum í fótbolta skuli vera aðgengilegir almenningi. Alþjóða knattspyrnusamband  og knattspyrnusamband Evrópu höfðu kært tilskipun framkvæmdastjórnar ESB sem fól í sér að þessar leikir eigi að vera sýndir í opinni dagskrá og án þess að þurfa að greiða fyrir. Í úrskurðinum segir að ríki sambandsins geti lagt bann við því að leikir á mótunum tveimur séu sýndir í lokaðri dagskrá með því að skilgreina viðburðina sem „ósnertanleg krúnudjásn“.

UEFA og FIFA vefengdu þá ákvörðun í Belgíu og Bretlandi að sýna alla leiki á HM og EM í opinni dagskrá og án sérstaks gjalds, sem töldu að ekki væri hægt að skilgreina alla leiki í mótunum sem mikilvæga viðburðu. Því var dómstóllinn ósammála.