Á morgun, þann 18. september stendur Já Ísland fyrir opnum súpufundi í hádeginu með Tómasi Brynjólfssyni, fulltrúa fjármála- og efnahagsráðneytisins í Brussel.

Tómas mun fjalla um evruna, skuldavandann í Evrópu og þær aðgerðir sem gripið hefur verið til á vettvangi ESB.

Tómas Bryjólfsson er hagfræðingur með meistaragráðu í alþjóðastjórnmálum og hefur áður gengt starfi staðgengils skrifstofustjóra efnahagsskrifstofu efnhags- og viðskiptaráðuneytisins þar sem hann vann að samstarfsáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Fundurinn hefst klukkan 12 og er til húsa í Skipholti 50A, 2. hæð.

Allir velkomnir.