Fimmtudaginn 25. október næstkomandi stendur Já Ísland fyrir opnum súpufundi í hádeginu með Kristrúnu Heimisdóttur, lögfræðingi.

Fyrir stuttu funduðu ríflega 70 forystumenn úr verkalýðshreyfingu, atvinnulífi og ólíkum stjórnarflokkum, og undirrituðu áskorun um samstöðu um þjóðarhagsmuni. Kristrún var ein skipuleggjenda fundarins og mun fara yfir það stöðumat sem í yfirlýsingunni fólst. Fjallað verður sérstaklega um EES-samninginn og framtíð Íslands á innri markaðinum, en mikið hefur verið fjallað um samninginn og stöðu hans í dag hér á landi. Að erindinu loknu mun Kristrún svara spurningum úr sal.

Fundurinn, sem er opinn öllum félagsmönnum Já Ísland, verður haldinn í Skipholti 50a, og hefst klukkan 12.00. Boðið verður upp á súpu.

Hér er hægt að melda sig á viðburðinn á facebook: http://www.facebook.com/events/239916199468350/