Nýtt blað hefur litið dagsins ljós, blaðið ber nafnið Sveitin og fjallar um landbúnað og byggðarmál í tengslum við mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Blaðinu er dreift á öll lögbýli á landinu en má lesa í heild sinni á pdf skjali með því að smella hér. Greinar og viðtöl munu einnig birtast hér á vef Já Íslands á næstu dögum. Blaðinu er ritstýrt af Pétri Gunnarssyni, blaðamanni.

Í tengslum við umræðuna um mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu skiptir máli að reynt sé að meta kosti og galla aðildar og að umræðan sé byggð á staðreyndum og mati þeirra sem gerst þekkja en ekki bábiljum og samsæriskenningum. Aðstandendum þessa blaðs hefur fundist að ekkert skorti á að rætt sé um þau vandamál og þær ógnir sem bíða landbúnaðarins innan Evrópusambandsins, bæði raunverulegar en ekki síður ímyndaðar.

Slík umræða er meðal annars stunduð af aðilum sem njóta tugmilljóna króna ríkisstyrkja til sinnar útgáfu á ári hverju og eiga að axla ábyrgð á hlutlægri og sanngjarnri umræðu um landbúnaðarmál í landinu. Minna hefur borið á umræðum á grundvelli staðreynda um þá mynd sem gæti í raun og veru blasað við landbúnaðinum þegar inn í Evrópusambandið er komið. Á þessum blaðsíðum er gerð tilraun til að bæta úr því. Hér er rætt við fólk sem kynnt hefur sér stöðu landbúnaðarins í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið. Í blaðinu eru ítarleg viðtöl við nokkra af helstu sérfræðingum þjóðarinnar á þessu sviði.

Í blaðinu má meðal annars finna :

  • Viðtal við Stefán Hauk Jóhannesson, aðalsamningamann Íslendinga í viðræðum við ESB.
  • Viðtal vði Daða Má Kristófersson, auðlindahagfræðing og dósent, sem manna mest hefur kynnt sér stöðu íslensks landbúnaðar með tilliti til hugsanlegrar aðildar og hefur ritað um það efni fjölmargarskýrslur.
  • Viðtal við Björn Sigurbjörnsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í landbúnaðarráðuneytinu, sem býr að áralangri reynslu af stjórnsýslu landbúnaðarmála og af þátttöku í viðræðum um alþjóðaviðskipti með landbúnaðarafurðir.
  • Grein eftir Þröst Haraldsson, fyrrverandi ritstjóra Bændablaðsins.
  • Viðtal við Michael Edvard Hornborg, reyndan forystumann meðal finnskra bænda, um þá reynslu sem finnskur landbúnaður gekk í gegnum við ESB aðildina.
  • Greinar um áhrif aðildar á finnskan landbúnað
  • Grein um áhrif á aðildar á byggðarstefnu í landinu
  • Viðtöl við íslenskir bændur sem greina frá viðhorfum sínum til Evrópumála, þar er kallað eftir opnari umræðu um Evrópumál og landbúnaðinn.
  • Þá þótti athyglisvert að nokkrir bændur, sem leitað var til og lýstu svipuðum viðhorfum, kusu að tjá sig ekki undir nafni. Þeir tölduað það mundi mælast illa fyrir innan þess kerfis sem þeir þurfa að leita til og eiga samskipti við

    Frekari upplýsingar veitir Pétur Gunnarsson í síma 8630306

Blaðið má lesa hér.