“Þú getur aldrei haldið því fram að ESB-aðild  verði auðvelt skref fyrir landbúnaðinn, – að minnsta kosti ekki til skamms tíma. Landbúnaðurinn er einfaldlega svo mikið studdur og með þannig hætti

að allar breytingar á kerfinu verða mjög sársaukafullar,“ segir Daði Már Kristófersson auðlindahagfræðingur og dósent við Háskóla Íslands, þegar hann ræðir við blaðamann um

áhrif inngöngu í ESB á stöðu og rekstrarumhverfi íslensks landbúnaðar. „Hversu neikvætt þetta yrði er hins vegar opin spurning og svo þarf líka að líta til þess hvað mundi gerast í íslenskum landbúnaði ef við gengjum ekki inn í Evrópusambandið.“

 

Daði er sá óháði fræðimaður sem best þekkir til þessara mála og hefur unnið fjölmargar skýrslur á síðustu misserum þar sem staða landbúnaðarins og hinna ýmsu búgreina er mátuð inn í hið evrópska

líkan, að gefnum tilteknum forsendum. Daði féllst á að fara yfir þau mál í viðtali við blaðið og ræða gefa álit á því hvernig staða landbúnaðarins og ýmissa búgreina gæti litið út í evrópsku umhverfi.

 

 

Í mörgum þeirra skýrslna sem unnar hafa verið um landbúnað á Íslandi og Evrópusambandið er mjög horft til Finnlands og í þeim skýrslum sem fræðimenn hafa unnið og hægt er að kynna sér á vef samninganefndar Íslands og utanríkisráðuneytisins sést að jafnan er borið saman við Finnland og þá niðurstöðu sem Finnar náðu í sínum viðræðum.

 

Takmarkaður áhugi?

 

Hvers vegna hefur verið litið svona mikið til samanburðar við Finnland?

„Það er það land sem er líkast okkur af þeim sem hafa gengið í ESB. Svíar lögðu enga sérstaka

áherslu á landbúnað í sínum aðildarviðræðum en Finnar lögðu gríðarlega áherslu á landbúnaðinn. Sænskum landbúnaði hefur síðan ekki vegnað neitt sérstaklega og umtalsvert verr en finnskum.

Sunnar og austar í álfunni eru hagkerfi sem ekki eru sambærileg, þar hefur landbúnaður allt aðra stöðu. Sumir hafa haldið því fram að þessi viðmiðun við Finnland sé úrelt af því að við séum að semja við allt annað Evrópusamband en Finnland samdi við fyrir átján árum. Það hafi þá haft allt aðra þungamiðju en nú og landbúnaður ríkjanna sem síðan hafa gengið í sambandið er verr rek-

inn, lítið studdur og lítill vilji heimafyrir til að auka þann stuðning. Í suðlægari löndum sem gengið hafa inn hafa menn séð meiri markaðstækifæri en ógnir fyrir landbúnað við aðild að ESB.

Finnska dæmið sýnir okkur hvaða niðurstöðu er hægt að ná ef menn vilja en áhugi bændasamtakanna á að ná góðum samningi virðist mjög takmarkaður. Fyrir utanaðkomandi eins

og mig sem horfir á þetta samningaferli lítur út fyrir að Ísland sé þess vegna í þeirri stöðu að utanaðkomandi fólk muni semja um landbúnaðarhlutann af aðildarsamningnum frekar en landbúnaðurinn sjálfur.

 

Í að minnsta kosti sumum tilvikum er unnið út frá gögnum frá því fyrir hrun krónunnar. Ómerkir sú staðreynd samanburðinn við Finnland?

 

Nei, hún gerir það ekki, við lögðumst mjög undir feld hvernig við ættum að takast á við krónuna og ákváðum síðan að uppreikna allar tölur miðað við það að raungengi krónunnar væri 100. Raungengið mæli gengi leiðrétt fyrir kaupmætti, hvað þú getur keypt fyrir eina krónu. Raungengið er mjög lágt núna og tölurnar í skýrslunum okkur þar af leiðandi svartsýnni spá um afleiðingar en

ástandið núna bendir til en við reiknum með að það muni jafnast út. Að sama skapi leiðréttum við tölurnar frá 2007 niður á við en þær voru slæmar fyrir íslenskan landbúnað – Er þettagóð aðferð? Það er ekki gott að segja en hún þýðir a.m.k.  að það hvenær matið fer framskiptir ekki eins miklu máli og ella.

 

Fjármagnskostnaður lækkar

 

Hver verða að öðru leyti áhrifin fyrir landbúnaðinn af því að vera ekki með krónu sem gjaldmiðil?

Það helsta er fjármagnskostnaður, hann mundi lækka mjög verulega, hann er mjög hár og stór útgjaldaliður í kúabúskap. En lánakjör eru mjög mikið hagstæðari innan ESB en hér. Ég hef líka verið þeirrar skoðunar að það yrðu einhver jákvæð áhrif á aðfangaverð. Aðföng mundu lækka um kannski 5% til 10%. Ef verðlag lækkar almennt við inngöngu í ESB eins og haldið hefur verið fram þá hefur það auðvitað áhrif á framleiðslukostnað allra hluta. Það verða hins vegar engin áhrif af tollabreytingum eða kerfisbreytingum sem ég get bent á, EES-samningurinn tryggir svo mikið frelsi til innflutnings aðfanga að þar stendur ekkert teljandi úti af borðinu.

Hvernig lítur svo dæmið út fyrir íslenskan landbúnað, kominn inn í Evrópusambandið?

„Í fyrsta lagi er styrkjamiðlunarkerfið í íslenskum landbúnaði eitthvert það ódýrasta sem þú finnur. Það hefur hins vegar þann galla að stuðningurinn eigngerist,“ segir Daði. Þar vísar hann til þeirrar eignamyndunar sem orðið hefur vegna viðskipta kúabænda með mjólkurkvóta sem veitir aðgang

markaði og beingreiðslum frá ríkinu. Daði segir að líkt og í viðskiptum með fiskveiðikvóta

þá eignist arðinn af framtíðarnýtingu mjólkurkvótans. Kaupandinn nýti niðurgreiðslur fyrstu áranna til þess að greiða kaupverð kvótans og framleiði  því í raun án þess að njóta niðurgreiðslna og hagnaðar á því tímabili sem það tekur hann að greiða upp kaupverðið. „Það er ekki ósvipað í sauðfjárrækt inni,” segir hann.

 

„Ef þú ætlar að breyta þessu stuðningsformi munu þær eignir sem bundnar eru í kvótanum rýrna. Það eru verðmætustu og auðseljanlegustu eignir búanna. Þetta er sambærilegt við breytingar á kvótakerfi fiskveiðanna. Allar breytingar verða yngstu og skuldsettustu bændunum sérstaklega þungar í skauti. Ef við ætlum að breyta kerfinu þarf einhvern veginn að horfast í augu við þetta.“

Daði segir að þær skýrslur sem hann hefur átt þátt í að  vinna um landbúnaðinn og Evrópusambandið hafi ekki tekist á við þetta vandamál.

 

„Samanburðurinn er að því leyti ósanngjarn að hann tekst ekki á við þetta vandamál. Þar er rætt hvaða afleiðingar það hefði fyrir tekjur bænda að skipta um umhverfi en ekki tekið tillit til þess að þarna mundi gufa upp verulegur hluti af eignum kúa- og sauðfjárbænda,“ segir hann. „Ef við gætum samið um að borga okkur út úr kerfinu, byrja svo með autt blað inni í aðildarsamningi við ESB þá væri staðan hins vegar ekki svo afleit. Það þyrfti að koma til móts við þessi sjónarmið. Svo eru fleiri jókerar í spilinu; við höfum ekki tekist á við afleiðingarnar af aðild fyrir vinnslu landbúnaðarafurða í þessum skýrslum.”

 

Á hinn bóginn er aðferðafræði sem beitt hefur verið við mat á afleiðingum einfölduð. Öll þau líkön sem búin eru til gera ráð fyrir því að bændur geri ekkert til þess að draga  úr tjóni af kerfisbreytingu.

Þess vegna eru neikvæð áhrif af kerfisbreytingu yfirleitt ofmetin. Þegar grænmetisframleiðendur sömdu sig til dæmis frá markaðsverndinni sem þeir nutu spáðu menn fyrirfram geysilegum erfiðleikum í greininni. Ekki skal því neitað að margir hættu framleiðslu en umfang framleiðslunnar jókst hins vegar þegar á heildina er litið.

 

Ef aðstæður breytast þá getur fólk alltaf brugðist við og breytt hegðun sinni. Það gerðist hjá

grænmetisframleiðendum. Þeir brugðust við með því að leggja áherslu á greinar þar sem við höfðum sérstaka yfirburði eins og í gúrkuræktinni þar sem  framleiðendur hafa haldið fullri markaðshlutdeild. Í tómötum fóru menn út í það að framleiða sérvöru þar sem erfiðara er að keppa við innflutta venjulega tómata. Í paprikunni  hefur hallað undan fæti oginnflutningurinn náð mikilli markaðshlutdeild.

 

Ég er viss um að við mundum sjá svipaða þróun í landbúnaðinum í heild sinni ef gengið yrði inn í ESB. Á sumum sviðum halda menn velli, sumir framleiðendur gætu breytt um áherslur en aðrir ekki og stæðu höllum fæti.

 

Ekki afskrifa neinar greinar

 

En hvernig yrði samkeppnishæfni einstakra greina íslensks landbúnaðar háttað innan ESB miðað við að góður samningur náist?

 

„Ef þú opnar landamærin fyrir innflutningi á landbúnaðarafurðum þá erum við samkeppnisfær um suma hluti en ekki alla,“ segir Daði en ljóst er að við aðild opnast landamærin fyrir öllum innflutningi landbúnaðarafurða sem framleiddar eru í löndum ESB og aðildin felur óhjákvæmilega í sér sameiginlegan innri markað með landbúnaðarafurðir og sameiginlega ytri tolla.

„Ég held að menn eigi ekki að afskrifa neinar greinar fyrirfram heldur sjá til hvernig þeim reiðir af og gefa þeim tækifæri. En ég á til dæmis mjög erfitt með að sjá hvernig kljúklingaræktin ætlar að komast yfir þennan hjalla án verulegra styrkja.

 

Ég tel að svínaræktin gæti lifað af og ekki þurfi að semja um meiri stuðning fyrir hana en aðrar búgreinar. Þar hefur náðast ótrúlega mikill árangur, og hagræðing á síðustu árum. Meðalsvínabú í Finnlandi er 10% af stærð íslensks svínabús – þetta er „sauðfjárræktin” þeirra í Finnlandi og hryggjarstykkið í landbúnaði  á sumum svæðum þar í landi. Ef finnsk svínarækt getur lifað af – hreinn kotbúskapur miðað við íslensk svínabú – þá hef ég trú á að íslensk svínarækt eigi möguleika, ekki síst vegna þess að ef styrkjafyrirkomulag ESB yrði innleitt á jarðræktin svo góða möguleika. Ef þeir fengju stuðning t.d. til byggræktar mundi það hugsanlega styrkja samkeppnisstöðu svínaræktarinnar nægilega til þess að tryggja hennar stöðu.

Mjólkurframleiðslan á  möguleika – ef hægt verður að semja um að losa mjólkurbændur undan gamla kerfinu og þeim mikla kerfiskostnaði sem hvílir á greininni. Ef það verður ekki gert þá verður staðan mjög erfið. Tæknilega geta búin keppt við kollega innan ESB, til dæmis er fram-

leiðslukostnaður hér ekkert hærri en í Svíþjóð, en þegar þú bætir við kvótakostnaðinum sem

hvílir á öllum yngri bændum er staðan mjög þröng. Einnig þarf að horfa til áhrifa á vinnsluna.

 

Framleiðslan yrði einfaldari og vinnslustigið lægra. Til dæmis er ólíklegt að það verði hægt að

halda úti allri flórunni af desertostum sem MS er að framleiða. Það eru mun betri tækifæri fyrir

ferskvöruna, að hún haldi sinni hlutdeild. Svo opnast útflutningsmöguleikar.

 

Sauðfjárræktin er þegar farin að stunda útflutning í stórum stíl og þar fylgja ESB tækifæri

frekar en ógnir. Að óbreyttum stuðningi mundi þetta einfaldlega þýða að í staðinn fyrir takmarkaða útflutningskvóta hefði  sauðfjárræktin ótakmarkaðan aðgang að 400 milljóna manna

markaði þar sem skortur er á kindakjöti og markaðssetningartækifæri sem við höfum ekki í

dag. Ég held að þar fylgi þessu bara möguleikar.

 

Hvað varðar stöðu sauðfjárbænda að öðru leyti er í gangi þróun sem ekki gott að segja

hvert leiðir á næstu árum. Annars vegar fækkar þeim sem stunda sauðfjárbúskap af alvöru og hafa hann einan að atvinnu. Megnið af sauðfjárbændum er í aukastarfi og hefur  jafnvel meirihluta sinna tekna af einhverju öðru. Sumir hafa sauðfjárbúskapinn sem hreint hobbí. Það er ekki auðvelt að sjá

hvert þróunin í greininni leiðir  á næstu árum.

 

Nokkrar greinar eiga möguleika á að fá byr í seglin við breytingar í þá átt sem tíðkast

í sameiginlegri landbúnaðarstefnu hjá ESB. Ég nefni sérstaklega kornræktina í því samhengi.

Hún á álitlega möguleika. Það er  ekki auðvelt að stunda kornrækt á Íslandi og jarðrækt er búgrein

þar sem áföll eru óumflýjanleg og það þýðir ekki að gefast upp þótt menn fái eitt slæmt ár.

Afkoman í góðu árunum þarf að dekka vondu árin. En þegar allt er talið, bæði hækkandi verð á

korni, hlýnandi veður, áhugasama bændur og kynbætur, þar sem menn eins og Jónatan Hermannsson hafa unnið þrekvirki, þá held ég að jarðræktin mundi njóta góðs af því að vera í ESB umhverfi.

 

Loks eru þær greinar sem ekki búa við neinn stuðning í dag eins og hefðu svipuð kjör

innan ESB eins og hrossarækt, loðdýrarækt og ferðaþjónusta  í sveitum. Ferðaþjónusta er sú

búgrein – ef við köllum hana það – sem mundi hagnast mest. Ég held ég geti fullyrt að meginvandamálið í markaðsstarfi í íslenskri ferðaþjónustu er óstöðugleikinn í gengi krónunnar.

Hann er verulegt vandamál sem þýðir að þegar krónan styrkist tapar ferðaþjónustan og þegar

krónan veikist þá hagnast hún  en ég held að menn mundi almennt verða mun sáttari við það

að geta gert lengri samninga og geta haft stöðugri verðskrár.

 

 

En hvernig metur Daði möguleika Íslendinga á að ná viðunandi aðildarsamningum við Evrópusambandið fyrir landbúnaðinn?

 

Án þess að ég viti hvernig þessum samningum vindur fram mundi ég halda að það væri ekki

torsótt að fá heimild til þess að styðja við íslenskan landbúnað eins og þarf innan Evrópusambandsins en það er fyrst og fremst spurning um hvort það

sé vilji til þess að auka íslenska ríkisstuðninginn ef CAP stuðningurinn dugar engan veginn.

 

Pólitískur vilji innanlands

 

Markaðsverndin fellur niður við aðild og þú ert að segja að ef það er pólitískur vilji innanlands til

 þess að ráðstafa hluta hennar í aukinn stuðning við landbúnaðinn þá ætti það ekki að verða vandamál í samningum við ESB?

 

Já, ég held að það væri frekar spurning um pólitískan vilja hér innanlands heldur en afstöðu

ESB.

 

Þannig að ef það er pólitískur vilji til þess að fórna beinum og óbeinum ávinningi sem verður

 af afnámi og lægra verðs á innfluttum matvælum að meira eða minna leyti til þess að auka

 stuðning við landbúnaðinn þá væri það ekki vandamál af hálfu ESB?

 

Ef það er vilji hér innanlands til þess. Við yrðum hins vegar að sætta okkur við það að réttlæting stuðningsins yrði að vera í samræmi við sameiginlegu landbúnaðarstefnuna en slíku mundi alltaf fylgja mjög verulegur uppskurður á íslenska landbúnaðarkerfinu.

 

Þú hefur kynnt þér kerfið sem sett var upp í Finnlandi fyrir norðurslóðalandbúnað með varanlegum umframstuðningi vegna þeirra aðstæðna sem þar eru. Samkvæmt skýrslu sem þú hefur unnið um íslensk bú í finnsku umhverfi sýnist manni að heildarverðmæti stuðnings við íslenskan landbúnað í slóku umhverfi væri svipað og nú og að það yrði heimilt að styrkja landbúnaðinn það mikið að það mundi vega upp tapið af markaðsverndinni.

 

“Ef ég ætti aðgiska mundi ég halda að allt þetta væri auðsótt í samningum. ESB hefur grundvlalarreglur um frjálsan innflutning o gfrjálst fræði vöru og þjónustu og um sameiginlegt fyrirkomulag á styrkjum innan sameiginlegu landbúnaðarsetefnunnar. Umfram það eru til allskonar tilslakanir þar sem menn eru ekki jafn fastir á prinsíppinu og þá er umfangið samningsatriði. Þótt sagt sé að undanþágur þurfi að vera tímabundnar standa menn ekki fast á því. Þannig er tímabundni stuðningurinn sem veittur er vegna Suðurhluta Finnlands enn við lýði 17 árum eftir að landið gekk í ESB og norðurslóðastuðningurinn er ekki tímabundinn heldur varanlegur og byggist á náttúrulegum og landfræðilegum þáttum.

 

Eins og ég sagði þá mindi ég halda að svo mikill stuðningur mundi stranda á pólitískum vilja innanlands frekar en innan Evrópusambandsins.

Það er ekki flókið að sýna fram á að það sé erfiðara að stunda landbúnað á Íslandi heldur en

á meginlandinu og í Finnlandi. Ég mundi þess vegna frekar hafa áhyggjur af pólitíska viljanum hér heima en möguleikunum á að ná slíkum heimildum fram í samningum.

 

Hefur þú í þínum rannsóknum skoðað áhrif uppbyggingarsjóða ESB á byggðastefnu hér á landi?

 

Nei, það höfum við ekki gert að gagni. En þar erum við áreiðanlega að tala um hreina

byltingu á íslenskan mælikvarða. Ef við göngum í það kerfi þá er byggðastefna ESB

miklu virkari en okkar eigin byggðastefna. Þetta þarf að skoða en þarna eru mikil tækifæri. Ég er ekki sérfræðingur á þessu sviði og þori ekki að tjá mig um hvernig þetta hefur gefist í ESB en það er stefna sambandsins að auka vægi þessa hluta. Draga úr vægi þess sem tengist beint landbúnaði

og framleiðslu en styðja fremur uppbyggingu innviða, nýsköpun, vöruþróun, greiða mönnum

fyrir sjálf bærni, landnýtingu og minni áburðargjöf og slíkt.

 

Þarna eru örugglega ýmis tækifæri sem tengjast náið þeim búgreinum sem eru á

jaðrinum í okkar kerfi eins og ferðaþjónustu og annarri slíkri uppbyggingu í sveitum.

 

Við hefðum kannski átt að byrja á að skilgreina: hvað er landbúnaður? Ef það er framleiðsla á matvælum þá er svarið það sem ég gaf áðan; það má vera merkilega góð niðurstaða

til þess að þetta ESB-umhverfi feli í sér breytingu til batnaðar, að minnsta kosti til

skemmri tíma litið. Þegar horft er á landsbyggðina í heild og atvinnulíf og samfélagið á landsbyggðinni getur verið að það gegni öðru máli.

 

Löngu tímabærar breytingar

 

En óháð Evrópusambandinu þurfum við samt að breyta landbúnaðarkerfinu. Það er löngu tímabært, það er komið í algjört öngstræti. Ég held að fyrsta skrefið í því sé að marka Íslandi landbúnaðarstefnu,  en hana skortir. Hvað viljum við með þessum landbúnaði?

Hvaða markmiðum viljum við ná? Í dag standa fáránlegir hlutir í löggjöfinni eins og „að  tryggja afkomu bænda“ sem hefur algjörlega mislukkast og „að tryggja neytendum aðgang

að ódýrum matvælum“ sem líka hefur algjörlega mislukkast.

 

Svo tala menn um hluti eins og matvælaöryggi og hagvarnir. Matvælaöryggi; er eitthvað

sem bendir til að hættan á að veikjast af matvælum sé minni hér en í nágrannalöndunum?

Og með hagvarnir; Ísland er matvælaútflutningsland fyrst og fremst. Ef það er eitthvað

sem ekki skortir á Íslandi, eitthvað sem við getum verið alveg viss um að hafa, þá er það matur. Sitjandi á gjöfulustu fiskimiðum í Norður-Atlantshafi.

 

Ég er ekki að segja að núverandi stuðningur við landbúnað sé ekki pólitískt réttlætanlegur,

ég er að segja að við þurfum að átta okkur á því hvað það er sem við viljum og leggja síðan

upp kerfi þannig að við náum þeim markmiðum.

 

Segjum sem svo að sauðfjárræktin sé mikilvægur partur af  atvinnulífi á landsbyggðinni

og jafnvel samfélaginu á landsbyggðinni með sínum árstíðabundna takti, réttunum og því

öllu. Það er greinilega mikill „yndisarður“ af sauðfjárræktinni því margir velja að hafa

nokkrar rollur bara svona til þess að geta setið á garðabandinu og hlustað á þær jórtra.

 

Síðan eru umhverfisáhrifin af sauðfjárræktinni. Ætlum við í alvöru ekki að skilyrða stuðninginn við það að menn stundi þetta í sátt við landið? Ætlum við að greiða mönnum fyrir að

ganga á auðlindir? Hvers konar fyrirkomulag er það? Þessa endurskoðun þurfum

við að ráðast í – alveg óháð ESB – skilgreina markmiðin og  ráðast síðan á kerfið og breyta

því þannig að það sé líklegt  til að ná markmiðunum. Eitt  markmiðið þarf að vera það að

afkoman sé þannig að bændur nenni að stunda þessa vinnu.

 

Það er grunnurinn að þessu og það er óvíst að ESB umhverfi færi okkur nær því. Íslenskur landbúnaður er á hinn bóginn ekki einangrað fyrirbæri. Það er spurning hver yrði þróunin ef við göngum ekki inn í ESB. Búum er alls staðar í heiminum að fækka og þau stækka stöðugt.Það skýrist af vaxandi framleiðni og stöðugt vaxandi eftirspurn.

 

Ég held að það sé alveg sama hvað gerist varðandi Evrópusambandið og aðild Íslands.

Kúabændum hér á landi mun fækka um helming á næstu 20 árum. Ég mundi ekki einu

sinni treysta mér til að spá um hvort fækkunin yrði hægari eða

hraðari innan óbreytts íslensks landbúnaðarkerfis.