Við viljum vekja athygli á hádegisfundi á Sólon (efri hæðinni), á morgun, þriðjudaginn 1. nóvember klukkan 12.15, þar sem Gylfi Magnússon, dósent og fyrrverandi ráðherra mun ræða sviptingar í efnahagslífi Evrópu.

Að erindinu loknu verður opnað fyrir spurningar úr sal og eru fundarmenn hvattir til þess að taka þátt í umræðunni.

Hádegismatur verður seldur á viðráðanlegu verði.

Hér er viðburðurinn á facebook: http://www.facebook.com/event.php?eid=183042828445513