Í Fréttablaðinu í dag, þann 3. október, birtist grein eftir Andrés Pétursson, formann Evrópusamtakanna, þar sem hann fjallar um gjaldmiðilsmál Íslands sem og þau nýlegu tíðindi að svissneski frankinn var óvænt tengdur við evruna.

Í greininni segir meðal annars:

„Staðreyndin er sú að eini raunhæfi valkostur Íslands í gjaldeyrismálum, ef menn vilja ekki evru, er að halda í krónuna með tilheyrandi gjaldeyrishöftum. Færð hafa verið sterk rök fyrir því af mörgum sérfræðingum að með þeirri leið myndum við smám saman dragast aftur úr í lífskjörum miðað við nágrannaþjóðir okkar og einnig að dæma íslenskan almenning til að greiða miklu meira til dæmis í húsnæðisvexti“.

Greinina er hægt að lesa hér: http://vefblod.visir.is/index.php?s=5435&p=119419