Laugardaginn 24. nóvember n.k. stendur Já Ísland fyrir talsmannanámskeiði fyrir félagsmenn sína. Námskeiðið verður haldið í húsakynnum Já Ísland, í Skipholti 50a, og hefst klukkan 10.00. Boðið verður upp á léttan hádegisverð. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt á talsmannanámskeiðinu eru beðnir um að skrá sig með því að senda póst á jaisland@jaisland.is hið fyrsta.

Dagskrá talsmannanámskeiðsins er eftirfarandi:

Kl. 10.00   Þjálfun í greinaskrifum
Steinunn Stefánsdóttir, aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins

Kl. 11.00   Þjálfun í ræðumennsku
Þjálfari frá Junior Chamber Iceland

Kl. 11.30    Matarhlé

Kl.12.00    Samskipti við fjölmiðla
Þjálfun í framkomu í sjónvarpi og útvarpi
Sigurður G. Valgeirsson, upplýsingafulltrúi

Kl. 12.45    Talað um ESB
Aðalsteinn Leifsson, lektor

Námskeiðinu lýkur klukkan 13.30