þp„Málflutningur andstæðinga Evrópusambandsaðildar er klipptur og skorinn um þessar mundir. Kjarninn er þessi: Þjóðaratkvæði er óhugsandi. Rökin eru: Fari svo að já-hliðin vinni er ófært að ætla ráðherrunum að framkvæma þjóðarvilja sem samræmist ekki samþykktum æðstu stofnana stjórnarflokkanna.“

Með þessum orðum hefst grein Þorsteins Pálssonar í fréttablaðinu laugardaginn 11. janúar. Greininni lýkur svo:

„Blandi ríkisstjórnin sér ekki í þjóðaratkvæðisbaráttuna og segi meirihluti þjóðarinnar já gerist það eitt að forystumenn hennar hljóta hvor um sig að leita til æðstu valdastofnana flokka sinna. Þær svara því hvort þeir fá umboð til að framkvæma þjóðarviljann eða hvort þær vilja heldur að þeir rjúfi Alþingi og leyfi þjóðinni að kjósa nýjan þingmeirihluta.

Fái leiðtogar ríkisstjórnarinnar með þessum hætti umboð til að framkvæma þjóðarviljann myndast ekkert stjórnskipulegt misgengi á milli ríkisstjórnarinnar og þjóðarinnar. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa það einfaldlega á valdi sínu hvort svo verður.

Þeir sem ekki fallast á málsmeðferð af þessu tagi eru í reynd andvígir því yfirhöfuð að nota þjóðaratkvæðagreiðslur. Þau rök sem aðildarandstæðingar beita nú til að hræða forystu ríkisstjórnarinnar frá því að standa við loforðið um þjóðaratkvæði standast einfaldlega ekki.

Kjörið er að halda þjóðaratkvæðagreiðsluna samhliða sveitarstjórnarkosningum í vor. Það er ódýrt og styttir þann tíma sem málið hangir í lausu lofti.“

Grein Þorsteins Pálssonar í heild sinni í Fréttablaðinu.