brynhildur-petursdottirBrynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, skrifaði pistil á bloggsíðu sína þann 18. ágúst. Þar gerir hún að umtalsefni stöðuna í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins.

Þar segir hún m.a:

„Bæði Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn kölluðu ítrekað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna á síðasta kjörtímabili eins og lesa má um í þessum ágæta pistli Vigdísar Hauksdóttur. Nú þegar þessir flokkar eru komnir til valda bólar hins vegar ekkert á slíkri atkvæðagreiðslu. Læðist því að manni sá grunur að stjórnarflokkarnir hafi bara haft áhuga á að kanna vilja þjóðarinnar þegar niðurstaðan gat orðið til þess að stöðva samningaferlið. Það er sem sagt ekki þjóðarvilji sem skiptir máli þegar upp er staðið. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hafa ekki einu sinni rætt málið sín á milli eins og fram hefur komið í máli formanns Sjálfstæðisflokksins. Þeir hafa nefnilega ekki lengur neinn áhuga á afstöðu þjóðarinnar.“

 

Pistill Brynhildar í heild sinni.