Í dag, föstudaginn 22. júní, voru þrír nýir kaflar opnaðir í viðræðum við Evrópusambandið um aðild Íslands á sérstakri ríkjaráðstefnu í Brussel.

Á vef Utanríkisráðuneytisins kemur fram að „kaflarnir sem opnaðir voru fjalla um flutningastarfsemi, félags- og vinnumál og um fjárhagslegt eftirlit.

Alls er þá búið að opna 18 kafla af þeim 33 sem þarf að semja um og samningum um tíu þeirra er lokið. Því má segja að seinni hálfleikurinn í viðræðunum sé nú hafinn.“

Gert er ráð fyrir að næstu ríkjaráðstefnur verði í október og desember næstkomandi á formennskutímabili Kýpur.

Nánar má lesa um þá kafla sem opnaðir voru hér: http://www.utanrikisraduneyti.is/frettir/nr/7120