Þorsteinn Pálsson skrifar ágæta grein um IPA- styrki og óstyrka utanríkispólitík í Fréttablaðið 17. ágúst 2013.

Óhætt er að taka undir með Þorsteini að ríkisstjórninni eru vægt sagt mislagðar hendur í meðferð sinni á aðildarumsókn Íslands að ESB. Þorsteinn er ekki viss hvort tvöfeldni eða ráðleysi veldur.

Grein Þorsteins má lesa í heild sinni á www.visir.is.

Er þetta ekki alveg skýrt?

Í viðtali í sjónvarpsfréttum RÚV, 16. ágúst 2013, segir utanríkisráðherra aðspurður hvort hægt sé að ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu eftir að boðuð úttekt á stöðu aðildaviðræðna hefur verið lög fyrir Alþingi í haust segir utanríkisráðherra:

„Ég sé það ekkert endilega fyrir mér. Það stendur ekkert í stjórnarsáttmála að það eigi að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu. Það stendur hins vegar í stjórnarsáttmálanum að ekki verði haldið lengra án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu. Þannig er nú bara það sem stendur í sáttmálanum.“

Fréttamaður:

„Þannig að þú vilt jafnvel bara ekki boða til þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu?“

Utanríkisráðherra:

„Ég held nú bara að ef menn lesa nú og hlusta á það sem ég hef sagt um þessi mál þá held ég að það sé alveg ljóst. Ég hef ekki dregið neitt dul á það. En ég að sjálfsögðu ræð því ekki einn.“

(Fréttin á RÚV í heild sinni:  http://www.ruv.is/sarpurinn/frettir/16082013/ovist-um-thjodaratkvaedagreidslu )

Forsætisráðherra en einnig tekinn tali í sömu frétt og segir m.a:

„Ég hef nú verið tiltölulega afslappaður hvað varðar tímasetningu hugsanlegrar þjóðaratkvæðagreiðslu.“

(Fréttin á RÚV í heild sinni:  http://www.ruv.is/sarpurinn/frettir/16082013/ovist-um-thjodaratkvaedagreidslu )

Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra var gestur Helga Selja í þættinum Vikulokin 17. ágúst 2013, daginn eftir viðtalið við utanríkisráðherra. Talið barst m.a. að Evrópumálunum og ráðherra spurð hvort hún sé sammála utanríkisráðherranum:

„Ég alveg sammála því sem utanríkisráðherra og forsætisráðherra og fleiri hafa sagt um málið … … við viljum ekki halda áfram með málið nema þjóðin fái að að koma að koma að borðinu og segja sína skoðun á því. Þar stendur málið og ég get ekki sagt nákvæmlega frekar en þeir hvort það verður að ári liðnum eða tveimur árum, það verður að koma í ljós. Það verður bara að taka mið af hagsmunum Íslands …

Fréttamaður:

„Finnst þér engu að síður Hanna Birna að það eigi að kjósa um þetta á þessu kjörtímabili?“

Innanríkisráðherra:

„Við sögðum það í stjórnarsáttmálanum, ef menn ákveða að halda áfram þá á þjóðin að koma að því … … það kom bæði fram í máli utanríkisráðherra og forsætisráðherra að það yrði … það kom auðvitað fram að stefnt er að þessari þjóðaratkvæðagreiðslu …

(Viðtalið við utanríkisráðherra í heild sinn (ca frá 26,5 – 31,4 mín): http://www.ruv.is/sarpurinn/vikulokin/17082013-0)

Skrifari þessa pistils er engu nær en fyrr eftir að hafa hlýtt á viðtölin við utanríkisráðherra, forsætisráðherra og innanríkisráðherra hvort þjóðaratkvæðagreiðsla verðum um framhald viðræðna verður á kjörtímabilinu, ekki hvernær og þaðan af síður um hvað verður spurt.

Lesendur eru hvattir til þess að hlusta og horfa á þessa ágætu ráðherra fjalla um málið og finna út hver er sameiginleg meining ríkisstjórnarinnar í þessu máli.