Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 vilja tæplega tveir af hverjum þremur landsmönnum að Ísland ljúki aðildarviðræðum við Evrópusambandið og kosið verði um niðurstöðurnar í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Alls sögðust 63,4 prósent þeirra sem afstöðu tóku vilja halda viðræðunum áfram en 36,6 prósent vildu draga umsóknina tilbaka.

Nánar er fjallað um könnunina og niðurstöður hennar í Fréttablaðinu í dag.