Já Ísland hefur lengi staðið fyrir opnum súpufundum fyrir félaga sína og hefst fundarröðin nú aftur á nýju ári.

Þriðjudaginn 12. febrúar 2013 stendur Já Ísland fyrir opnum súpufundi með Árna Finnssyni, formanni Náttúruverndarsamtaka Íslands og Evrópumanni ársins 2012.

Á fundinum, sem ber yfirskriftina Umhverfismálin í Brussel og á Íslandi: Náttúruvernd og fiskveiðar, ætlar Árni að fjalla um það hvernig það gagnast umhverfisverndarsamtökum að geta beint kröftum sínum að því að hafa áhrif á ákvörðunartöku í Brussel. Þar fer fram lagasetning og ákvarðanataka í öllum helstu málaflokkum er varða umhverfismál.

Fundurinn hefst klukkan 12.00 og er haldinn í nýjum húsakynnum Já Ísland, í Síðumúla 8, 108 Reykjavík.

Boðið verður upp á súpu og eru allir velkomnir.