„Ég skil satt að segja ekki umræðuna, af því að Íslendingar hafa með þátttöku sinni í EES til margra ára, en þar hafa þeir verið með frá upphafi í byrjun 10. áratugarins, tekið upp reglur innri markaðar Evrópu,“ sagði Klaus Grube ráðuneytisstjóri danska utanríkisráðuneytisins í fréttum Sjónvarpsins í gærkvöldi.

[pullquote]Grube sagði að Íslendingar hafi ráðið ágætlega við að að laga sig að evrópska efnahagssvæðinu undanfarin einn og hálfan áratug, en það hafi ekkert með fullveldi landsins að gera.[/pullquote] Hann sagði að ESB ríkin séu almennt jákvæð gagnavart aðildarumsókn Íslands og hann telur það ekki veikja stöðu Íslendinga í aðildarviðræðunum að mikil andstaða sé við ESB aðild meðal þjóðarinnar um þessar mundir.

Sjá nánar frétt á Eyjunni