Húsfyllir var í Þjóðmenningarhúsinu í hádeginu í dag þegar Já Ísland var formlega kynnt til sögunnar.

Evrópusamtökin, Evrópuvakt Samfylkingarinnar, Sjálfstæðir Evrópumenn, Sterkara Ísland og Ungir Evrópusinnar hleyptu sameiginlega af stokkunum samstarfsverkefninu Já Ísland á fjölmennum fundi í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Því er ætlað að vera samnefnari fyrir málefnalega umfjöllun og upplýsingamiðlun um aðild Íslands að ESB og leggja þannig grunn að því að Íslendingar geti tekið upplýsta ákvörðun þegar aðildarsamningur liggur fyrir.

Ragnheiður Ríkharðssdóttir, þingmaður, bauð gesti velkomna og rakti tilefni fundarins. (sjá myndband)

Þá stigu fram nokkrir einstaklingar og lýstu viðhorfum sínum í örstuttu máli. Það voru þau:

Dagbjört Hákonardóttir, lögfræðingur (sjá myndband)
Dóri DNA (Halldór Halldórsson), rappari og uppistandari (sjá myndband)
Gauti Kristmannsson, dósent við HÍ (sjá myndband)
Herdís Björk Brynjarsdóttir, laganemi (sjá myndband)
Iðunn Steinsdóttir, rithöfundur (sjá myndband)
Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Marorku (sjá myndband)
Jóhann Hjalti Þorsteinsson, sagnfræðingur (sjá myndband)
Margrét Guðmundsdóttir, frkstj. IcePharma og form. Félags atvinnurekenda (sjá myndband)
Njörður P. Njarðvík, prófessor emerítus (sjá myndband)
Óttarr Proppé, pönkari og borgarfulltrúi (sjá myndband)
Sigríður Ólafsdóttir, lífefnafræðingur og ráðgjafi (sjá myndband)
Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentors (sjá myndband)

Jón Steindór Valdimarsson (sjá myndband) flutti stutt ávarp í lok fundarins og sagði m.a.:

[pullquote]Það er líka ljóst að við sem hér stöndum erum ekki sammála um öll rök í þessari flóknu umræðu um aðild að Evrópusambandinu. Það sem einum þykir mikilvægt þykir öðrum léttvægara. Aðalatriðið er að við erum sammála um markmiðið og höfum ákveðið að vinna saman að því.[/pullquote]

„Við náum ekki árangri nema vinna vel saman og leggjast öll á eitt um vandaða umræðu og miðlun upplýsinga. Við verðum öll að leggja okkar af mörkum til þess að íslensk þjóð fái notið þeirra sjálfsögðu mannréttinda að taka upplýsta ákvörðun um gríðarstórt hagsmunamál. Upplýsta ákvörðun um framtíðarheill. Upplýsta ákvörðun sem byggist á hlutlægni en ekki hleypidómum.˝

Að baki ræðumanna stóð þéttur veggur stuðningsmanna og myndaði þannig táknrænt bakland og styrk þeirra sem vilja aðild Íslands að Evrópusambandinu að fengnum góðum aðildarsamningi sem þjónar heildarhagsmunum þjóðarinnar.

Sjá myndir frá fundinum á fésbókarsíðu Já Íslands