Upphaf viðræðna – hittingur á B5

Staðsetning
B5
Bankastræti 5, 101 Reykjavík. ( Sjá kort )
júní 27, 2011
kl. 20:30:00 til 23:30:00.


Mánudaginn 27. júní hefjast samningaviðræður milli Íslands og Evrópusambandsins formlega.

Við þetta tilefni ætlum við Evrópusinnar að fagna á veitingastaðnum B5 klukkan 20.30 og sletta örlítið úr klaufunum þó það sé mánudagur!

Við hvetjum alla Evrópusinna til að mæta og skála fyrir þessum mikla áfanga.

Sérstakt tilboð verður á barnum

Bjór 600 kr – Léttvín 700 kr

Þá heiðra Mið-Ísland bræðurnir Bergur Ebbi og Dóri DNA okkur með nærveru sinni og ætla að segja nokkur orð.

Viðburðurinn á Facebook.