Utanríkisráðuneytið hefur gert upp heimasíðu sína sem fjallar um aðildarviðræður íslands við Evrópusambandið og er hún nú enn aðgengilegri og full af upplýsingum.

Á heimasíðunni segir: „Markmið þessarar heimasíðu er að hafa aðgengilegar á einum stað allar helstu upplýsingar um samningaviðræður Íslands og ESB. Frá því að Alþingi samþykkti að fela ríkisstjórn að sækja um aðild að ESB og leggja aðildarsamning í þjóðaratkvæðagreiðslu hefur samninganefnd Íslands kappkostað að hafa samningaferlið eins opið og gegnsætt og kostur er. Í samræmi við vilja Alþingis höfum við lagt okkur fram um að upplýsa um stöðu og framvindu viðræðnanna á hverjum tíma og birt öll helstu gögn jafnóðum. Samningaviðræðurnar við ESB eru mikið hagsmunamál fyrir okkur Íslendinga og við hvetjum alla til að kynna sér málin.“

Hér má skoða fréttir, myndbönd, myndir, viðeigandi skjöl og aðrar upplýsingar um aðildarviðræðurnar: http://esb.utn.is/