,,Kostnaðurinn við að hafa krónuna kemur fram í hærri vöxtum hér á landi og verðtryggingu, því enginn fjármagnseigandi, hvorki innlendur né erlendur vill lána krónur án verðtryggingar.  Því má halda fram að krónan þurfi, belti, axlabönd, bleyju og gúmmíbuxur til þess að vera talin gjaldgeng mynt í lánsviðskiptum“.

Þetta skrifar Guðsteinn Einarsson kaupfélagsstjóri í Borgarnesi í pistli sínum ,,Viltu bæta kjör þín um 105 þúsund krónur á mánuði“ sem vakið hefur mikla athygli. En í grein sinni bendir Guðsteinn á að Íslendingar hafa þurft að borga allt að helmingi meira fyrir fasteignir sínar en nágrannar okkar í ESB ríkjunum sökum verðtryggingarinnar og krónunnar.

Greinina má lesa í heild sinni hér á Pressunni.