Já Ísland hefur að undanförnu verið með leik á facebook þar sem þátttakendur svöruðu spurningum tengdum Evrópusambandinu og áttu möguleika á að vinna flugmiða fyrir tvo til eins af áfangastöðum Icelandair í Evrópu að eigin vali.

Nú er leiknum lokið og dregið hefur verið úr potti þátttakenda og var það Karl Magnús Karlsson, arkitekt, sem var dreginn út og fékk að launum fyrrnefndan vinning.

Á sama tíma og við óskum Karli Magnúsi til hamingju með vinninginn viljum við þakka öllum þeim sem tóku þátt í leiknum.