1 2 3 4
X

Aðalheiður Jónsdóttir
Kynningarstjóri
Albertína F. Elíasdóttir
Landfræðingur og bæjarfulltrúi
Albína Huld Pálsdóttir
Fornleifafræðingur
Alli Metall
Grafískur hönnuður

Sem fjölskyldumaður sé ég hag í því að lækka þau útgjöld sem tengjast matarinnkaupum.

Tölvunördinn í mér fagnar því líka að það verður trúlega auðveldara að kaupa tölvur og forrit á vefnum á skaplegra verði frá Evrópu.

Þessu til viðbótar er það öllum til hagsbóta, og ekki síst unga fólkinu sem stígur sín fyrstu skref á íbúðarmarkaði, að hagstæðari lán komi til með að bjóðast.

Anna Margrét Ólafsdóttir
Leikskólastjóri
Anna Pála Sverrisdóttir
Lögfræðingur

Samvinna er lykilorðið fyrir mig.

Ég gæti nefnt fullt af hlutum sem skipta mig máli og eru kostir við ESB-aðild: Réttarvernd einstaklinga gagnvart kerfinu og mannréttindavernd almennt; meira fullveldi í raun; aukna möguleika atvinnulífsins og þar með almennings á góðum störfum; lægra matarverð; lægri skólagjöld í Bretlandi o.sv.frv.

En það kemur einhvern veginn allt niður á eitt: Við Evrópubúar erum sterkari saman.

Anný Lára Emilsdóttir
Hjúkrunarfræðingur
Ari Magnússon
Antik kaupmaður

Ísland er eina þjóðin á Norðurlöndunum sem ekki hefur haldið þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort taka eigi virkan þátt í Evrópusamstarfinu. Ísland hefur verið aukaaðili að sambandinu í gengnum EES-samstarfið. Það þýðir að við tökum upp meginþorra regluverks ESB, án þess að sitja við borðið þar sem ákvarðanirnar eru teknar. Kjósendur eiga rétt á því að fá að sjá aðildarsamning við ESB, meta kosti hans og galla og greiða um hann atkvæði. Aðild að ESB snýst fyrst og fremst um framtíðarsýn – hvar viljum við staðsetja okkur í heiminum í nánustu framtíð? Já, ég vil fá að sjá aðildarsamninginn og greiða um hann atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Arna Lára Jónsdóttir
Verkefnastjóri og bæjarfulltrúi
Arnar Grétarsson
Knattspyrnumaður
Bergur Ebbi Benediktsson
Lögfræðingur, skemmtikraftur og alt muligt

Ég segi já því ég vil að Ísland fái að rækta sérkenni sín í efnahagslegum stöðugleika.

Bergþóra Hlín Arnórsdóttir
Verkefnastjóri símenntunar
1 2 3 4