Samvinna er lykilorðið fyrir mig.

Ég gæti nefnt fullt af hlutum sem skipta mig máli og eru kostir við ESB-aðild: Réttarvernd einstaklinga gagnvart kerfinu og mannréttindavernd almennt; meira fullveldi í raun; aukna möguleika atvinnulífsins og þar með almennings á góðum störfum; lægra matarverð; lægri skólagjöld í Bretlandi o.sv.frv.

En það kemur einhvern veginn allt niður á eitt: Við Evrópubúar erum sterkari saman.