Ísland er eina þjóðin á Norðurlöndunum sem ekki hefur haldið þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort taka eigi virkan þátt í Evrópusamstarfinu. Ísland hefur verið aukaaðili að sambandinu í gengnum EES-samstarfið. Það þýðir að við tökum upp meginþorra regluverks ESB, án þess að sitja við borðið þar sem ákvarðanirnar eru teknar. Kjósendur eiga rétt á því að fá að sjá aðildarsamning við ESB, meta kosti hans og galla og greiða um hann atkvæði. Aðild að ESB snýst fyrst og fremst um framtíðarsýn – hvar viljum við staðsetja okkur í heiminum í nánustu framtíð? Já, ég vil fá að sjá aðildarsamninginn og greiða um hann atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu.